Hafðu samband
Hafðu samband:
Sími: +354-451-3330
Almennar upplýsingar – info@samuelsson.is
Veislu Fyrirspurnir – beinast hér í gegn
Við erum svo mikið meira en bara veitingastaður í mathöllinni á Selfossi.
Nafnið "Samúelsson" kemur frá manni sem bar nafnið Guðjón Samúelsson, hann var húsameistara ríkisins (frá 1920-1950) og hann hannaði fjölmörg kennileiti á Íslandi. Þar á meðal hallgrímskirkju, Landsbankann á Selfossi og gamla Mjólkurbú Flóamanna sem er nú endurreist sem mathöllin á Selfossi þar sem okkar bækisstöðvar eru.
Samúelsson Matbar er veitingastaður í mathöllinni á Selfossi, þar framleiðum við frábæran mat þar sem við leggjum höfuð áherslu á ríka þjónustulund, girnilegan og bragðgóðan mat.
Hér fyrir neðan færðu svör við öllum helstu spurningum sem kunna að vakna.
Allur er fyrirvarinn góður.
Viðmiðið er 48 tímar fyrir veislur undir 300 einingum verslað af vefverslun, við áskiljum okkur þó rétt til þesss að neita óvæntum veislum ef aðstæður krefjast, en á margra ára ferli hafa þær aðstæður aldrei komið upp.
Stærri veislur þurfa meiri fyrirvara eftir flækjustigi og önnum hjá okkur. Því meiri fyrirvara sem við fáum til undirbúnings því betra.
Að því sögðu, þá getum við oft reddað veislum með stuttum fyrirvara, en við gefum okkur þá listrænt leyfi til að breyta veislum eins og þurfa þykir svo hægt sé að afgreyða þær með sóma.
Heyrðu í okkur eða sendu okkur fyrirspurn og við látum þig vita eins fljótt og við getum hvort við getum séð um þína veislu.
1 eining er einn biti/stk af smárétt.
Aldur, tími dags, kyn og afþreying í aðdraganda viðburðar eru allt breytur sem þarf að hafa í huga.
Fyrir fulla máltíð er gott er að spyrja sig að því hvort veislan sé ætluð í hádeginu fyrir matgrannar dömur (9-11 einingar) eða hvort veislan sé ætluð gráðugum körlum í kvöldmat sem hafa verið í líkamlegri afþreyingu yfir daginn (15 einingar) eða einhverstaðar þar á milli.
Veislurnar eru allar hannaðar þannig að það dugar að vera með servíettu.
Að því sögðu, þá eru ekki allar veislurnar skapaðar jafn dannaðar. "Allt á pinna" er góður kostur ef um standandi veislu er að ræða. Það er alltaf gott að hafa litla diska sem gestir hafa aðgang að, en ekki nauðsynlegt.
Veisluna er hægt að fá heimsenda gegn heimsendingargjaldi innan Selfossar eða sótt hjá okkur á Samúelsson. Frí heimsending er fyrir 300 einingaveislur eða fleiri á Selfossi.
Við getum heimsent hvert sem er á Suðurlandi gegn km akstursgjaldi.
Veislan kemur í umhverfisvænum umbúðum, svart fallegt box með glugga til að gægjast á veisluna. Inní boxinu er svartur bakki sem hægt er að draga út og setja beint á borðið, stílhreinn og flottur.
Vefverslun er frábær fyrir minni veislur þar sem þú vilt fá smárétta eða pinnaveislur afhentar í takeaway umbúðum, annaðhvort sendar eða sóttar til okkar.
Senda þarf fyrirspurn til dæmis:
Þetta getur verið til mikilla vandræða. Við reynum að vera eins sveigjanleg og hægt er án þess að verða fyrir tjóni.
Þetta ræðst aðeins að stærð veislu, en við viljum fá að vita áætlaðan gestafjölda eins snemma og hægt er, viku fyrir viðburð þarf loka fjöldi að lyggja fyrir með smá skekkju mörkum og 48 tímum fyrir veisluna þarf að staðfesta gestafjölda sem rukkað verður fyrir nema það aukist við gestafjölda.
Ef veruleg aföll verða á veislum mætum gerum við okkar besta til að mæta viðskiptavinum. Það er auðvitað alltaf hægt að hafa samband ef eitthvað er og bera málið undir okkur.
Já heldur betur. Við elskum grænmeti og finnst gaman að dekra við grænmetisætur, veganista og pesceterianista.
Við bjóðum ekki lengur uppá sérstaka vegan smárétta seðil, en matreiðslumenn okkar eiga ekki í vandræðum með að töfra fram ljúffengar grænkera veislur að fingrum fram.
Við erum færir í flestan sjó og getum orðið við allavegana óskum. Ef þú finnur ekki fullnægjandi innihaldslýsingar á vefsíðunni okkar máttu gjarnan senda okkur línu eða heyra í okkur og við leysum málið!
Ekki er hægt að afpanta með minna en 24 klst fyrirvara í vefsölu en varðandi stærri veislur þá óskum við eftir 3ja daga fyrirvara.
Við gerum okkar besta til að mæta hverjum og einum og vitum að aðstæður geta verið misjafnar.
Ef það kemur að því að það þurfi að afpanta veislu með stuttum fyrirvara þá verður rukkað fyrir þann tjóna kostnað sem þarf að inna af hendi af okkar hálfu eins og vinnuframlag við undirbúning, samskipti, skipulag og hráefnisrýrnun eða förgun á því hráefni sem ekki er hægt að bjarga eða nýta með öðrum hætti.
Allur réttur áskilinn | ÁB veitingar ehf.